Erlent

Fuglaflensuveira sé að breytast

Tíðni fuglaflensutilfella í Víetnam á þessu ári bendir til að veiran sé að breytast þannig hún geti smitast á milli manna. Við það eykst hætta á alheimsfaraldri sem getur kostað milljónir manna lífið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Fram til þessa hefur veiran aðeins borist úr fuglum í fólk. Í skýrslunni segir að vísindamenn hafi ekki fundið órækar sannanir fyrir því að veiran sé þegar byrjuð að smitast á milli manna. Hins vegar bendi rannsóknirnar til þess að hann hafi breytt sér þannig að þetta sé orðið mögulegt. Þetta er einmitt það sem vísindamenn hafa óttast mest. Þeir segja að ef veiran stökkbreytist þannig að hún smitist auðveldlega milli manna geti fuglaflensa orðið að alheimsfaraldri sem kosti milljónir manna lífið. Víða um heim er farið að gera varúðarráðstafanir vegna þessa, meðal annars á Íslandi þar sem vandlega er fylgst með þróun mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×