Erlent

150 enn saknað eftir ferjuslys

Enn er 150 manns saknað eftir að ferja sökk í Bangladess á þriðjudag en alls voru 200 manns á ferjunni. Miklir vindar hafa verið á svæðinu og þykir björgunarmönnum ólíklegt að einhverjir finnist á lífi. Ferjuslys eru tíð í Bangladess og deyja hundruð manna á hverju ári vegna þeirra en fáar ferjur hafa þann björgunarbúnað sem æskilegur er og virða eigendur ferjanna í fæstum tilfellum veðurspár og reglur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×