Erlent

Eldur í neðanjarðarlest í Svíþjóð

Tólf voru lagðir inn á sjúkrahús í Stokkhólmi með reykeitrun eftir að eldur kom upp í neðanjarðarlest snemma í morgun.  Lögregla telur líklegt að brennuvargur hafi verið á ferð. Vitni heyrðu í tveimur sprengingum, skömmu áður en eldurinn blossaði upp, í þann mund sem lestin kom á Rinkeby-stöðina í norðurhluta Stokkhólms. Það tók slökkviliðsmenn um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×