Eurovision 2005 - Dagur 6 - Íslendingum fjölgar Pjetur Sigurðsson skrifar 16. maí 2005 00:01 Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf. Eurovision Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira
Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf.
Eurovision Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Sjá meira