Erlent

Leyndi getuleysi fyrir konu sinni

Ítalskur karlmaður, sem leyndi eiginkonu sína því að hann væri getulaus þar til eftir brúðkaupið, hefur verið dæmdur til að greiða henni bætur á þeirri forsendu að hann hafi eyðilagt möguleika hennar á að eignast fjölskyldu. Hæstiréttur Ítalíu dæmdi svo í dag. Eiginkonan fékk hjónabandið ógilt snarlega eftir að hún komst að hinu sanna um ástand manns síns en í framhaldinu krafðist hún bóta fyrir að vera neitað um kynlíf og möguleikar hennar á að eignast fjölskyldu hafi verið eyðilagðir. Bætur henni til handa verða ákveðnar síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×