Erlent

Mótmælendur skotnir til bana

Lögreglumenn í Afganistan skutu í morgun fjóra mótmælendur til bana eftir að aðgerðir mótmælendanna fóru úr böndunum. Mikil reiði braust út í borginni Jalalabad í gærkvöldi eftir að fréttir bárust af því að fangaverðir í fangelsinu á Guantanamo-flóa hefðu vanhelgað Kóraninn. Þúsundir mótmælenda gengu svo berserksgang í morgun og kveiktu í opinberum byggingum, rændu búðir og réðust að byggingum Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið skutu lögreglumenn svo að mótmælendum með þeim afleiðingum að fjórir létust og meira en fimmtíu slösuðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×