Erlent

Hljómsveitargryfjan of lítil

Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hið glæsilega óperuhús Kaupmannahafnar var opnað, er komið á daginn að hljómsveitargryfjan er of lítil. Gryfjan þarf að rúma 110 hljóðfæraleikara en hún tekur einungis 90. Forsvarsmenn hússins hyggjast bregðast við þessu með því að leggja nærliggjandi herbergi undir hljómsveitina eða skapa rými undir óperusviðinu. Ekki er þó ljóst hver á að greiða kostnaðinn við þessar framkvæmdir en húsið er gjöf til danska ríkisins frá skipafélaginu Mærsk Mc-Kinney Møller og kostaði litla 30 milljarða íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×