Blair siglir sigurbyr 4. maí 2005 00:01 Á lokadegi kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar sem fara fram í Bretlandi í dag lagði Tony Blair ofuráherzlu á að hvetja alla þá sem á annað borð hallast til stuðnings við Verkamannaflokkinn til að mæta á kjörstað og sjá til þess að hann og Gordon Brown, væntanlegur arftaki hans sem flokksleiðtogi, fái öruggt umboð til að halda um stjórnartaumana þriðja kjörtímabilið í röð. "Það eru þrjár leiðir til að kjósa íhaldsstjórn: að kjósa Íhaldsflokkinn, kjósa aðra flokka eða kjósa ekki." Þetta var boðskapurinn sem talsmenn Verkamannaflokksins hömruðu á síðustu dagana, sérstaklega í þeim kjördæmum þar sem tvísýnast er um úrslitin, en þau eru í kring um 100 talsins af alls 646. Reyndar bentu allar skoðanakannanir til að þessar áhyggjur væru ýktar; sennilegast væri að stjórnin héldi að minnsta kosti áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins, en undanfarið kjörtímabil var þingflokkur Verkamannaflokksins 161 manni fjölmennari en stjórnarandstöðunnar. Á niðurstöðum síðustu viðhorfskannananna fyrir kosningarnar virtist ljóst að kosningabarátta Íhaldsflokksins hefði ekki fallið öðrum en kjarnafylgi flokksins í geð. Að flokksleiðtoginn Michael Howard skyldi á endasprettinum hafa gripið til þess að kalla forsætisráðherrann lygara sem einskis trausts væri verður fór að mati kosningaspekinga öfugt ofan í ófáa kjósendur. Slíkt orðbragð þykir mörgum ekki sæmandi og sá sem beitir því virðist frekar tapa á því en hitt. Þótt jafnvel allmörgum fylgismönnum Verkamannaflokksins þyki sýnt að Blair hafi beitt blekkingum í tengslum við Íraksstríðið virðist ljóst að það óánægjufylgi muni að sáralitlu leyti skila sér til Íhaldsflokksins. Frjálslyndir á góðri siglingu Hins vegar bendir allt til Frjálslyndir demókratar muni í þessum kosningum ná mesta kjörfylgi í sögu flokksins, vel yfir fimmtungi greiddra atkvæða á landsvísu ef marka má síðustu skoðanakannanirnar. Undir forystu Charles Kennedy, sem einnig leiddi flokkinn í síðustu kosningum er hann fékk 18 prósent atkvæða, virðast kjósendur sem ekki eru sáttir við frammistöðu Blair-stjórnarinnar – hvort sem það er vegna Íraks eða annarra mála – ætla að skila sér til stuðnings við hann. Á blaðamannafundi í Lundúnum í gærmorgun lagði Kennedy áherzlu á að flokkur hans væri "raunverulegur valkostur", en þar með á hann við að atkvæði honum greidd fari ekki í glatkistuna eins og annars er vaninn að margir hugsi sem hafa reynslu af því að kjósa í brezka kosningakerfinu; það ýtir jú mjög undir tveggja flokka kerfi en dæmir þriðja stærsta flokkinn til þýðingarleysis þar sem hann fær ekki þingsæti í hlutfalli við atkvæðamagn á landsvísu. Reyndar sagðist Kennedy bjartsýnn á að þessar kosningar yrðu stór áfangi að sókn frjálslyndra framúr Íhaldsflokknum. Hann sagði kosningabaráttu íhaldsmanna hafa sýnt enn og aftur að sá flokkur væri ekki í takt við Bretland nútímans. Á endasprettinum beindi Kennedy þó ekki sízt spjótum að Blair og Verkamannaflokknum, í þeirri von að höfða til óánægjufylgisins. Efnahagsmálin styrkur stjórnarinnar En um hvað var aðallega tekizt á í þessari kosningabaráttu? Fyrir utan Íraksmálið, sem af ýmsum ástæðum var ofarlega í umræðunni og þvingaði Blair til að verjast æ og aftur ásökunum um óheilindi og stríðsæsing, voru efnahagsmál, heilbrigðis- og skólamál, glæpir og innflytjendamál meðal þess helzta. Aðalkosningamottó íhaldsmanna - "Ert þú að hugsa það sama og við?" – var greinilega einkum hugsað til að höfða til áhyggna fólks af innflytjendamálunum. Það virðist reyndar hafa verið frekar vanhugsað, eða eins og einn lesandi íhaldsblaðsins Times orðaði það í bréfi til blaðsins í gær: "Eftir fjögurra vikna kosningabaráttuæsing er ég enn engu nær um það hvað Michael Howard er að hugsa." Svo virðist sem aðeins harðasta kjarna kjósenda Íhaldsflokksins þyki trúverðugur sá boðskapur Howards og hans manna að ný ríkisstjórn íhaldsmanna myndi halda betur á efnahagsmálunum en fráfarandi stjórn. Í niðurstöðum skoðanakannana sem birtar voru í gær vakti eftirtekt að er svarendur voru spurðir hvort kosningabaráttan hefði haft áhrif á það hvernig þeir myndu kjósa sögðust aðeins 21 af hundraði að hún hefði gert það. 75 prósent sögðu hana ekki hafa gert það. Fram kom einnig í gær að utankjörfundaratkvæði greidd í pósti hefðu aldrei verið eins mörg og nú, 6,5 milljónir, en það er hátt í fjórðungur þeirra atkvæða sem greidd voru alls í síðustu kosningum. Hlutfall kjósenda sem ekki hafði gert upp hug sinn er innan við vika var til kosninga var einni óvenju hátt, um þriðjungur. Þetta háa hlutfall óákveðinna ýtti jafnframt undir spár um að kjörsókn yrði lítil, sennilega ekki mikið yfir sextíu prósentum. Evrópumálin ekki á dagskrá Athygli vekur að einnig að Evrópumál, sem mikið var rifizt um fyrir kosningarnar 2001, hafa samasem ekkert verið nefnd í opinberri umræðu fyrir þessar kosningar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Bretlands, sem á nokkra fulltrúa á Evrópuþinginu og berst gegn nánari samvinnu Evrópuríkja, héldu blaðamannafund á þriðjudag þar sem þeir kvörtuðu yfir því að Evrópumál skyldu ekkert hafa komizt á dagskrá í kosningabaráttunni. Fullyrtu þeir að það væru samantekin ráð af stóru flokkunum þremur að þegja um þau að þessu sinni. Evrópumálin munu þó óhjákvæmilega komast heldur betur á dagskrá brezkra stjórnmála á næstunni. Strax eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins verður um garð gengin í lok mánaðarins fer af stað umræðan um staðfestingu Breta á sáttmálanum. Síðan tekur Bretland við formennskunni í ESB strax fyrsta júlí og gegnir henni út árið. Skoðanir um stjórnarskrársáttmálann og evruna eru mjög skiptar í Bretlandi og sú rimma sem framundan er um þau mál mun því óhjákvæmilega reynast mikil prófraun fyrir þriðju ríkisstjórn Tony Blair. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Á lokadegi kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar sem fara fram í Bretlandi í dag lagði Tony Blair ofuráherzlu á að hvetja alla þá sem á annað borð hallast til stuðnings við Verkamannaflokkinn til að mæta á kjörstað og sjá til þess að hann og Gordon Brown, væntanlegur arftaki hans sem flokksleiðtogi, fái öruggt umboð til að halda um stjórnartaumana þriðja kjörtímabilið í röð. "Það eru þrjár leiðir til að kjósa íhaldsstjórn: að kjósa Íhaldsflokkinn, kjósa aðra flokka eða kjósa ekki." Þetta var boðskapurinn sem talsmenn Verkamannaflokksins hömruðu á síðustu dagana, sérstaklega í þeim kjördæmum þar sem tvísýnast er um úrslitin, en þau eru í kring um 100 talsins af alls 646. Reyndar bentu allar skoðanakannanir til að þessar áhyggjur væru ýktar; sennilegast væri að stjórnin héldi að minnsta kosti áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins, en undanfarið kjörtímabil var þingflokkur Verkamannaflokksins 161 manni fjölmennari en stjórnarandstöðunnar. Á niðurstöðum síðustu viðhorfskannananna fyrir kosningarnar virtist ljóst að kosningabarátta Íhaldsflokksins hefði ekki fallið öðrum en kjarnafylgi flokksins í geð. Að flokksleiðtoginn Michael Howard skyldi á endasprettinum hafa gripið til þess að kalla forsætisráðherrann lygara sem einskis trausts væri verður fór að mati kosningaspekinga öfugt ofan í ófáa kjósendur. Slíkt orðbragð þykir mörgum ekki sæmandi og sá sem beitir því virðist frekar tapa á því en hitt. Þótt jafnvel allmörgum fylgismönnum Verkamannaflokksins þyki sýnt að Blair hafi beitt blekkingum í tengslum við Íraksstríðið virðist ljóst að það óánægjufylgi muni að sáralitlu leyti skila sér til Íhaldsflokksins. Frjálslyndir á góðri siglingu Hins vegar bendir allt til Frjálslyndir demókratar muni í þessum kosningum ná mesta kjörfylgi í sögu flokksins, vel yfir fimmtungi greiddra atkvæða á landsvísu ef marka má síðustu skoðanakannanirnar. Undir forystu Charles Kennedy, sem einnig leiddi flokkinn í síðustu kosningum er hann fékk 18 prósent atkvæða, virðast kjósendur sem ekki eru sáttir við frammistöðu Blair-stjórnarinnar – hvort sem það er vegna Íraks eða annarra mála – ætla að skila sér til stuðnings við hann. Á blaðamannafundi í Lundúnum í gærmorgun lagði Kennedy áherzlu á að flokkur hans væri "raunverulegur valkostur", en þar með á hann við að atkvæði honum greidd fari ekki í glatkistuna eins og annars er vaninn að margir hugsi sem hafa reynslu af því að kjósa í brezka kosningakerfinu; það ýtir jú mjög undir tveggja flokka kerfi en dæmir þriðja stærsta flokkinn til þýðingarleysis þar sem hann fær ekki þingsæti í hlutfalli við atkvæðamagn á landsvísu. Reyndar sagðist Kennedy bjartsýnn á að þessar kosningar yrðu stór áfangi að sókn frjálslyndra framúr Íhaldsflokknum. Hann sagði kosningabaráttu íhaldsmanna hafa sýnt enn og aftur að sá flokkur væri ekki í takt við Bretland nútímans. Á endasprettinum beindi Kennedy þó ekki sízt spjótum að Blair og Verkamannaflokknum, í þeirri von að höfða til óánægjufylgisins. Efnahagsmálin styrkur stjórnarinnar En um hvað var aðallega tekizt á í þessari kosningabaráttu? Fyrir utan Íraksmálið, sem af ýmsum ástæðum var ofarlega í umræðunni og þvingaði Blair til að verjast æ og aftur ásökunum um óheilindi og stríðsæsing, voru efnahagsmál, heilbrigðis- og skólamál, glæpir og innflytjendamál meðal þess helzta. Aðalkosningamottó íhaldsmanna - "Ert þú að hugsa það sama og við?" – var greinilega einkum hugsað til að höfða til áhyggna fólks af innflytjendamálunum. Það virðist reyndar hafa verið frekar vanhugsað, eða eins og einn lesandi íhaldsblaðsins Times orðaði það í bréfi til blaðsins í gær: "Eftir fjögurra vikna kosningabaráttuæsing er ég enn engu nær um það hvað Michael Howard er að hugsa." Svo virðist sem aðeins harðasta kjarna kjósenda Íhaldsflokksins þyki trúverðugur sá boðskapur Howards og hans manna að ný ríkisstjórn íhaldsmanna myndi halda betur á efnahagsmálunum en fráfarandi stjórn. Í niðurstöðum skoðanakannana sem birtar voru í gær vakti eftirtekt að er svarendur voru spurðir hvort kosningabaráttan hefði haft áhrif á það hvernig þeir myndu kjósa sögðust aðeins 21 af hundraði að hún hefði gert það. 75 prósent sögðu hana ekki hafa gert það. Fram kom einnig í gær að utankjörfundaratkvæði greidd í pósti hefðu aldrei verið eins mörg og nú, 6,5 milljónir, en það er hátt í fjórðungur þeirra atkvæða sem greidd voru alls í síðustu kosningum. Hlutfall kjósenda sem ekki hafði gert upp hug sinn er innan við vika var til kosninga var einni óvenju hátt, um þriðjungur. Þetta háa hlutfall óákveðinna ýtti jafnframt undir spár um að kjörsókn yrði lítil, sennilega ekki mikið yfir sextíu prósentum. Evrópumálin ekki á dagskrá Athygli vekur að einnig að Evrópumál, sem mikið var rifizt um fyrir kosningarnar 2001, hafa samasem ekkert verið nefnd í opinberri umræðu fyrir þessar kosningar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Bretlands, sem á nokkra fulltrúa á Evrópuþinginu og berst gegn nánari samvinnu Evrópuríkja, héldu blaðamannafund á þriðjudag þar sem þeir kvörtuðu yfir því að Evrópumál skyldu ekkert hafa komizt á dagskrá í kosningabaráttunni. Fullyrtu þeir að það væru samantekin ráð af stóru flokkunum þremur að þegja um þau að þessu sinni. Evrópumálin munu þó óhjákvæmilega komast heldur betur á dagskrá brezkra stjórnmála á næstunni. Strax eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins verður um garð gengin í lok mánaðarins fer af stað umræðan um staðfestingu Breta á sáttmálanum. Síðan tekur Bretland við formennskunni í ESB strax fyrsta júlí og gegnir henni út árið. Skoðanir um stjórnarskrársáttmálann og evruna eru mjög skiptar í Bretlandi og sú rimma sem framundan er um þau mál mun því óhjákvæmilega reynast mikil prófraun fyrir þriðju ríkisstjórn Tony Blair.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira