Erlent

Al-Kaída liði gómaður

Pakistönsk yfirvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu haft hendur í hári Líbíumannsins Abu Faraj al-Libbi en hann er talinn þriðji valdamesti maðurinn í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Fimm aðrir meintir al-Kaída liðar voru handteknir með al-Libbi eftir átök í Waziristan í norðvesturhluta landsins. Upplýsingamálaráðherra Pakistan sagði í samtali við BBC að mennirnir hefðu þegar gefið ýmsar gagnlegar upplýsingar og yfirvöld væru á réttri leið í leit sinni að Osama bin-Laden, forsprakka samtakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×