Erlent

Kínverjar bjóða Tævönum pöndur

Ríkisstjórn Kína fúlsaði í gær við útréttri sáttahönd Tævana og lýsti því yfir að engar formlegar viðræður gætu orðið á meðan Tævanar standa fast á því að eyjan skuli hljóta fullt sjálfstæði. Þetta gerðist einungis örfáum klukkutímum eftir að Kínverjar höfðu boðið tævönsku þjóðinni tvær risapöndur að gjöf til að kóróna vel heppnaða, sögulega heimsókn leiðtoga tævönsku stjórnarandstöðunnar upp á meginlandið. Pöndurnar gætu þó gefið vísbendingu um að afstaða kínverskra stjórnvalda sé heldur að mildast í málefnum litla bróðurs í suðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×