Sport

Alain Perrin til Portsmouth?

Miklar líkur eru á að lið Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni muni ráða Alain Perrin sem knattspyrnustjóra liðsins. Perrin, sem er franskur, var áður á mála hjá Marseille í heimalandi sínu. "Við höfum hist og rætt málin en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu," sagði Perrin. Milan Mandaric, stjórnamaður Porstmouth, var vongóður um að samningur myndu nást fyrir helgi. "Hann er efstur á óskalista okkar en ekkert er meitlað í stein, enn sem komið er. Við eigum enn eftir að útlista vissa hluti með Alain," sagði Mandaric.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×