Stríðið orsök eða afleiðing? 21. mars 2005 00:01 Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Ein af ástæðunum sem Bandaríkjastjórn gaf fyrir innrásinni í Írak, reyndar eftir á, var nauðsyn þess að breiða út lýðræði og frelsi í Miðausturlöndum. Nú, tveimur árum síðar, segist Bush Bandaríkjaforseti sjá þess merki að þetta takmark sé í augsýn. Konur hafi kosningarétt í Afganistan, Palestínumenn rjúfi hið gamla mynstur ofbeldis og hundruð þúsunda Líbana krefjist nú sjálfstæðis og lýðræðisréttinda. Þessar fullyrðingar vekja tvær spurningar. Í fyrsta lagi: Er það rétt að lýðræðisbylgja fari nú um Miðausturlönd? Og í öðru lagi: Ef svo er, er það Íraksstríðinu að þakka? Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í málefnum Miðausturlanda og helsti sérfræðingur Íslands um þessi málefni, segir að þetta sé ekki lýðræðisvæðing að hans mati. „Ef við lítum á þetta þannig að þetta sé orðin lítil Skandinavía þarna í Miðausturlöndum þá er það náttúrlega mjög sterkt til orða tekið. Það er angi af lýðræðisferlinu víðs vegar en hvergi er komið fullt lýðræði eins og við þekkjum það,“ segir Magnús. Magnús segir að innrásin í Írak og vera Bandaríkjamanna þar sé einn þeirra þátta sem hafi stuðlað að þessum skrefum sem þó hafa verið tekin í lýðræðisátt. En hann leggur áherslu á að þetta eigi sér mun lengri aðdraganda. Fall Berlínarmúrsins hafði mikil áhrif, uppgangur heittrúarhreyfinga sem fékk stjórnvöld til að hugsa sinn gang og síðast en ekki síst áhrif sjónvarpsstöðva eins og Al-Jazeera sem fjalla gagnrýnið um eigin stjórnvöld og ná til almennings í þessum löndum. „Það var ekki Íraksstríðið sjálft sem kom þessu öllu af stað heldur er það hluti af allsherjar ferli á þessu svæði,“ segir Magnús. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Ein af ástæðunum sem Bandaríkjastjórn gaf fyrir innrásinni í Írak, reyndar eftir á, var nauðsyn þess að breiða út lýðræði og frelsi í Miðausturlöndum. Nú, tveimur árum síðar, segist Bush Bandaríkjaforseti sjá þess merki að þetta takmark sé í augsýn. Konur hafi kosningarétt í Afganistan, Palestínumenn rjúfi hið gamla mynstur ofbeldis og hundruð þúsunda Líbana krefjist nú sjálfstæðis og lýðræðisréttinda. Þessar fullyrðingar vekja tvær spurningar. Í fyrsta lagi: Er það rétt að lýðræðisbylgja fari nú um Miðausturlönd? Og í öðru lagi: Ef svo er, er það Íraksstríðinu að þakka? Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í málefnum Miðausturlanda og helsti sérfræðingur Íslands um þessi málefni, segir að þetta sé ekki lýðræðisvæðing að hans mati. „Ef við lítum á þetta þannig að þetta sé orðin lítil Skandinavía þarna í Miðausturlöndum þá er það náttúrlega mjög sterkt til orða tekið. Það er angi af lýðræðisferlinu víðs vegar en hvergi er komið fullt lýðræði eins og við þekkjum það,“ segir Magnús. Magnús segir að innrásin í Írak og vera Bandaríkjamanna þar sé einn þeirra þátta sem hafi stuðlað að þessum skrefum sem þó hafa verið tekin í lýðræðisátt. En hann leggur áherslu á að þetta eigi sér mun lengri aðdraganda. Fall Berlínarmúrsins hafði mikil áhrif, uppgangur heittrúarhreyfinga sem fékk stjórnvöld til að hugsa sinn gang og síðast en ekki síst áhrif sjónvarpsstöðva eins og Al-Jazeera sem fjalla gagnrýnið um eigin stjórnvöld og ná til almennings í þessum löndum. „Það var ekki Íraksstríðið sjálft sem kom þessu öllu af stað heldur er það hluti af allsherjar ferli á þessu svæði,“ segir Magnús.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira