Mannréttindi á Íslandi gagnrýnd 17. mars 2005 00:01 Á fundi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á miðvikudaginn var skýrsla Íslands rædd. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti sem beinast að hryðjuverkaógninni og sögðu að skilgreiningin á hryðjuverkum væri of óljós og gæti ógnað mannréttindum hér á landi. Hætta væri á að mótmæli, sem væru eðlileg í lýðræðislegu þjóðfélagi, væru skilgreind sem hryðjuverkaógn. Því er mælt með því að hryðjuverk verði frekar skilgreind í lögum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir skilgreininguna vera álitamál sem rædd sé af löggjafar- og framkvæmdarvaldi alls staðar í heiminum. Hann er nú staddur í Varsjá, þar sem hann situr fundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópuráðsríkja, þar sem skilgreining á hryðjuverkum hefur meðal annars verið rædd. "Á vegum Evrópuráðsins er nú verið að leggja lokahönd á nýjan samning um varnir gegn hryðjuverkum, þar sem kjarnaatriði er einmitt að skilgreina mörkin á milli málfrelsis, fundafrelsis og trúfrelsis annars vegar og ólögmætra athafna hins vegar. Ég er viss um að samþykkt þessa samnings mun hafa mótandi áhrif á íslenska löggjöf eins og löggjöf annarra ríkja og ég skil athugasemdir mannréttindanefndarinnar sem hvatningu til okkar til að taka mið af þessari þróun," sagði Björn í tölvupósti til blaðsins. Eitt þeirra mála sem nefndin hafði sérstakar áhyggjur af var hversu fáir dómar falla vegna nauðgana með hliðsjón af fjölda kæra. Einn sérfræðinga nefndarinnar lagði það til að dómarar og lögreglumenn fái sérstaka þjálfun vegna nauðgunarmála, auk þess sem sálfræðingar verði betur nýttir til að komast að sannleikanum í nauðgunarkærum. Að sögn Björns er verið að endurskoða lög um meðferð opinberra mála, starfi sem á að vera lokið í haust, en þar er komið inn á endurskoðun réttarfarsreglna. Þær snúa meðal annars að nauðgunarmálum. Athugasemdir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna - Mögulegir hagsmunaárekstrar fyrst Mannréttindaskrifstofa Íslands fær ekki fjármagn frá löggjafarvaldinu heldur framkvæmdarvaldinu. - Óljós skilgreining á hryðjuverkum gæti leitt til mannréttindabrota - Hvort nóg sé gert til að sjá til þess að nálgunarbönnum sé sinnt í heimilisafbrotamálum - Hvort megi taka til greina fyrir rétti játningar sem nást fram með pyndingum - Hvort Falun Gong málið hafi verið brot gegn trúfrelsi Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Á fundi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á miðvikudaginn var skýrsla Íslands rædd. Sérfræðingar nefndarinnar gagnrýndu breytingar á refsirétti sem beinast að hryðjuverkaógninni og sögðu að skilgreiningin á hryðjuverkum væri of óljós og gæti ógnað mannréttindum hér á landi. Hætta væri á að mótmæli, sem væru eðlileg í lýðræðislegu þjóðfélagi, væru skilgreind sem hryðjuverkaógn. Því er mælt með því að hryðjuverk verði frekar skilgreind í lögum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir skilgreininguna vera álitamál sem rædd sé af löggjafar- og framkvæmdarvaldi alls staðar í heiminum. Hann er nú staddur í Varsjá, þar sem hann situr fundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópuráðsríkja, þar sem skilgreining á hryðjuverkum hefur meðal annars verið rædd. "Á vegum Evrópuráðsins er nú verið að leggja lokahönd á nýjan samning um varnir gegn hryðjuverkum, þar sem kjarnaatriði er einmitt að skilgreina mörkin á milli málfrelsis, fundafrelsis og trúfrelsis annars vegar og ólögmætra athafna hins vegar. Ég er viss um að samþykkt þessa samnings mun hafa mótandi áhrif á íslenska löggjöf eins og löggjöf annarra ríkja og ég skil athugasemdir mannréttindanefndarinnar sem hvatningu til okkar til að taka mið af þessari þróun," sagði Björn í tölvupósti til blaðsins. Eitt þeirra mála sem nefndin hafði sérstakar áhyggjur af var hversu fáir dómar falla vegna nauðgana með hliðsjón af fjölda kæra. Einn sérfræðinga nefndarinnar lagði það til að dómarar og lögreglumenn fái sérstaka þjálfun vegna nauðgunarmála, auk þess sem sálfræðingar verði betur nýttir til að komast að sannleikanum í nauðgunarkærum. Að sögn Björns er verið að endurskoða lög um meðferð opinberra mála, starfi sem á að vera lokið í haust, en þar er komið inn á endurskoðun réttarfarsreglna. Þær snúa meðal annars að nauðgunarmálum. Athugasemdir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna - Mögulegir hagsmunaárekstrar fyrst Mannréttindaskrifstofa Íslands fær ekki fjármagn frá löggjafarvaldinu heldur framkvæmdarvaldinu. - Óljós skilgreining á hryðjuverkum gæti leitt til mannréttindabrota - Hvort nóg sé gert til að sjá til þess að nálgunarbönnum sé sinnt í heimilisafbrotamálum - Hvort megi taka til greina fyrir rétti játningar sem nást fram með pyndingum - Hvort Falun Gong málið hafi verið brot gegn trúfrelsi
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira