Fjölskyldan heldur sér í formi 8. mars 2005 00:01 "Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti." Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti."
Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira