Sport

Lehman enn efstur á Buick-mótinu

Bandaríkjamaðurinn Tom Lehman hefur forystu þegar keppni á Buick-mótinu í golfi í San Diego í Kaliforníu er hálfnuð. Lehman lék í gær á 67 höggum eða 5 undir pari. Hann er þremur höggum á undan Peter Lonard og fjórum á undan Tiger Woods sem lék mjög vel í gær. Þegar keppni var frestað í gær vegna þoku áttu þeir Woods og Lonard eftir að spila 18. holuna. Woods lék í gær á 8 höggum undir pari og fór úr 35. sæti og upp í það þriðja. Ernie Els er 7 höggum á eftir Tom Lehman og stigahæsti kylfingur heims, Vijay Singh, er 13 höggum á eftir Lehman. Sýnt verður beint frá Buick-mótinu á Sýn klukkan 21 í kvöld. Suður-Afrískir kylfingar raða sér í efstu sætin á Opna Suður-Afríkumótinu í Durban. Titch Moore átti eitt högg á Hendrik Burhmann þegar þeir höfðu leikið sex holur á þriðja keppnisdegi. Tim Clarke var tveimur höggum á eftir Moore.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×