Sport

Sex mínútna einvígi

Glænýr þjálfari Real Madrid, Brasilíumaðurinn Vanderlei Luxemburgo, fær einkennilegt fyrsta verkefni sitt á morgun þegar Real tekur á móti Real Sociedad í leik sem aðeins mun standa yfir í sex til sjö mínútur. Þar er verið að ljúka leik liðanna sem varð að stöðva í desember vegna sprengjuhótunar á Bernabeau. Var staðan þá 1-1 og hafa margir velt fyrir sér hvernig stendur á því að þau úrslit voru ekki látin standa. Ljóst má þó vera að Luxemburgo hefur vart áhuga á öðru en að hefja leik með látum enda þótt sigur Real yrði rán miðað við fyrri leikinn þar sem Baskarnir í Sociedad voru líklegri til að sigra þegar leikurinn var blásinn af. Hefur það fengist staðfest að þar á bæ er ekki litið til annars en sigurs og verða þrír nýir leikmenn inn á á morgun; Karpin, Rekarte og Alonso og víst er að breytingar verða á liði Real Madrid einnig. Verður spennandi að fylgjast með hvort aðkoma nýs þjálfara blási leikmönnum Real þann baráttuanda í brjóst sem svo mjög hefur vantað í allan vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×