David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, kenndi dómaranum um tapið fyrir Liverpool í dag og sagði að vítaspyrnudómurinn undir lokin hefði verið þvættingur. Steven Gerrard skoraði úr spyrnunni og í kjölfarið bætti Liverpool við öðru marki og kláraði leikinn.
Steve Bennett dómari dæmdi Liverpool vítaspyrnuna umdeildu eftir að honum þótti Liam Ridgewell halda Peter Crouch innan teigs. "Mér þótti þetta ekki vera vítaspyrna, en hún breytti leiknum. Dómarinn kostaði okkur leikinn, punktur," sagði O´Leary fúll.