Innlent

Fann sprautur á bílastæði

Ljót sjón. Sprautur, rafmagnssnúra og skeið var meðal þess sem Daði fann á bílastæði í Keflavík. Það tók lögregluna dágóða stund að koma og fjarlægja þetta þó um augljósa slysagildru væri að ræða.
Ljót sjón. Sprautur, rafmagnssnúra og skeið var meðal þess sem Daði fann á bílastæði í Keflavík. Það tók lögregluna dágóða stund að koma og fjarlægja þetta þó um augljósa slysagildru væri að ræða.

Hún var heldur ófögur sjónin sem blasti við Daða Hreinssyni þegar hann lagði bílnum sínum á bílastæði við húsnæði sem eitt sinn hýsti veitingastaðinn Glóðina í Keflavík um tvö leytið á föstudaginn. Sprautur og áhöld, sem notuð eru við fíkniefnaneyslu, smokkar og sleipiefni lágu þar fyrir allra augum.

"Ég hringdi auðvitað strax á lögregluna enda var þetta ­slysa­gildra og hefði getað farið illa ef einhverjir óvitar hefðu komist í þetta," segir Daði. Viðbrögðin hjá lögreglunni voru þó ekki eins og hann hafði vonast eftir. "Þeir sögðust bara ætla að skoða þetta," útskýrir hann.

Þegar Daði leit aftur við um kvöldið var hrúgan enn á sínum stað en morguninn eftir hafði lögreglan loksins látið verða af því að fjarlæga sprauturnar en smokkarnir og sleipiefnin voru enn á sínum stað. Hjá lögreglunni í Keflavík fengust þær upplýsingar að mikið hefði verið að gera þennan dag og tilkynningin því misfarist. Þeir hefðu tekið sprauturnar en það væri síðan á ábyrgð húseiganda að fjarlæga "ruslið".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×