Innlent

Stútar í kópavogi

Lögreglan í Kópavogi hafði afskipti af þremur mönnum sem grunaðir voru um ölvun við akstur aðfaranótt sunnudagsins og um morgunin. Lögreglan herðir eftirlitið núna þar sem jólaglögg og hlaðborð eru framundan á mörgum vinnustöðum.

Það getur reynst dýrkeypt að taka ekki leigubíl því lágmarkssekt fyrir að mælast með óleyfilegt magn af vínanda í blóðinu er 30 þúsund krónur og tveggja mánaða svipting en það er varla ofarlega á óskalistanum nú rétt fyrir jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×