Innlent

Ísland verður tilraunaland

Ísland verður eitt tilraunasamfélaga fyrir rafræn viðskipti í Evrópu. Undirritaður hefur verið sam­starfs­samn­ingur um rekstur til­rauna­sam­félags­ins, en það teng­ist verk­efni sem unn­ið hefur ver­ið að frá 2003.

"Ísland er í forystu í hópi Evrópulanda sem í hálft þriðja ár hafa unnið að undirbúningi ETeB-verkefnisins, European Network of National Testbeds for eBusiness," segir í Útherja, fréttablaði Út­flutn­ings­ráðs. "Fyrir­sjáan­legt er að þróun raf­rænna við­skip­ta mun hafa veru­leg áhrif á starfs­um­hverfi fyrir­tæk­ja og stofn­ana á Ís­landi."

Fram kemu­r að auk Út­flutn­ings­ráðs stan­di Staðla­ráð, iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neytið, At­vinnu­þróun­ar­fél­ag Eyja­fjarð­ar, Reykja­víkur­borg, Sam­tök at­vinnu­lífis­ins og fleiri að verk­efn­inu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×