Innlent

Teknir með amfetamín

Fimm fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Hafnarfirði um helgina. Nokkrir góðkunningjar lögreglunnar voru stöðvaðir við akstur og fannst eitthvað magn fíkniefna þó það hefði ekki verið í miklum mæli.

Langmest fannst af maríjúana en líka eitthvað af amfetamíni og þá finnst kókaín alltaf öðru hvoru. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði fjölgar fíkniefnamálunum jafnt og þétt með ári hverju og sífellt fleiri komast í kast við lögin vegna mála sem tengjast eiturlyfjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×