Innlent

SAS flýgur aftur til Íslands

Forsvarsmenn SAS-Group hafa tilkynnt að flugfélagið muni hefja áætlunarflug til landsins í lok mars á næsta ári. Flogið verður frá Ósló og hingað. SAS-Group hefur fest kaup á fleiri flugvélum upp á síðkastið og það opnar fyrir flug til Íslands, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins.

"Það eru sterk bönd á milli Noregs og Íslands og þau byggja á gamalli hefð. Einnig eru í dag sterk viðskiptasambönd milli þessara tveggja landa," segir Petter Jansen, forstjóri SAS-­Braathens,­ sjálfstæðs flugfélags sem flýgur til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×