Innlent

Þrír barnaskólar afhentir

Benedikt Ásgeirsson sendiherra afhenti nýverið menntamálaráðherra Malaví lykla að þremur nýjum grunnskólum sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur byggt í landinu í samvinnu við menntamálayfirvöld í Malaví.

Áður en að framkvæmdir við byggingu skólanna hófust var sumum bekkjum á svæðinu kennt utandyra. Það þýddi meðal annars að á rigningartímabilinu gat kennsla ekki farið fram. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hóf samstarf við menntamálayfirvöld í Malaví árið 1995 og á þeim tíma hafa margir skólar verið byggðir og endurnýjaðir í landinu.

Ásamt því að styðja við uppbyggingu skóla hefur stofnunin, meðal annars, styrkt námskeið á vegum menntamálayfirvalda þar sem skólastarfsmenn, foreldrar, nemendur og aðrir sem koma að skólamálum hafa fengið fræðslu um mál eins og alnæmi, jafnrétti og menntun stúlkna. Aðstoð stofnunarinnar hefur skilað árangri á þessum árum því aðsókn stúlka í skóla hefur aukist og minna er um brottfall nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×