Erlent

Ebóla í Vestur-Kongó

Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Vestur-Kongó staðfestu í gær að níu manns hefðu að undanförnu dáið úr ebóla-veikinni og tveir til viðbótar væru smitaðir. Sjúkdómurinn kom upp í Itoumbi-héraðinu, 700 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Brazzaville. Sjúklingar sem smitast af ebóla-veirunni fá mikinn sótthita og blóð vellur úr vitum þeirra. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og enginn lækning er til við honum. Allt að 90 prósent þeirra sem smitast af veirunni deyja innan nokkurra daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×