10 milljarða munur 23. apríl 2005 00:01 Vísbendingar benda til þess að um 10 milljarða króna munur sé á ráðstöfun og öflun skatttekna á Norðausturlandi á hverju ári. Þetta kom fram í máli Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, á ráðstefnu um skiptingu skatttekna sem haldin var á Akureyri í vikunni. Rúmlega 9% af tekjum hins opinbera koma frá Norðausturlandi en þar eru tæplega 7% af útgjöldunum. Munurinn er því tæplega 3%. Útgjöld hins opinbera eru áætluð um 402 milljarðar árið 2004 og því jafngilda þessi 3% sem fara frá Norðausturlandi til höfuðborgarsvæðisins rúmlega 10 milljörðum króna á ári, að því er fram kom í máli Vífils. Á stór-höfuðborgarsvæðinu er aflað um 74% af tekjum hins opinbera en þar er 84% af útgjöldunum sem jafngildir að um 40 milljarðar renni árlega frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Vífill sagði að það bæri að hafa þann fyrirvara á að þetta eru vísbendingar, en þó mjög sterkar vísbendingar. Grétar Þ. Eyþórsson frá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri fór yfir hvernig staða mála væri hjá opinberum matvælarannsóknastofnunum á Norðurlöndunum. Í máli hans kom fram að miðstýringin er oftast í höfuðborginni en eftirlitið og rannsóknavinnan staðsett þar sem atvinnugreinarnar séu. Þetta væri umhugsunarefni fyrir Íslendinga þar sem yfir 90% af opinberum störfum í sjávarútvegi séu á höfuðborgarsvæðinu en 90% af fiskveiðikvótanum annars staðar en þar. Halldór R. Gíslason hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) fór yfir skiptingu ríkisstarfa á milli höfuðborgarsvæðisins og Eyjafjarðar. Í máli hans kom fram að um 73,3% starfa á vegum ríkisins eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 62,7% landsmanna búa. 6,8% starfanna eru í Eyjafirði en þar búa 7,4% landsmanna. Munur á fjölda starfa er því ellefufaldur en munur á íbúafjölda um 8,5-faldur sem þýðir að hlutfallslega séu um 27% fleiri ríkisstarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Ef jafna ætti þennan mun þyrfti annað hvort að fækka ríkisstörfum á höfuðborgarsvæðinu um 2.772 eða fjölga í Eyjafirði um 328. Frá árinu 2004 hefur ríkisstarfsmönnum fækkað um níu í Eyjafirði og um 93 á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt úttekt AFE. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Vísbendingar benda til þess að um 10 milljarða króna munur sé á ráðstöfun og öflun skatttekna á Norðausturlandi á hverju ári. Þetta kom fram í máli Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, á ráðstefnu um skiptingu skatttekna sem haldin var á Akureyri í vikunni. Rúmlega 9% af tekjum hins opinbera koma frá Norðausturlandi en þar eru tæplega 7% af útgjöldunum. Munurinn er því tæplega 3%. Útgjöld hins opinbera eru áætluð um 402 milljarðar árið 2004 og því jafngilda þessi 3% sem fara frá Norðausturlandi til höfuðborgarsvæðisins rúmlega 10 milljörðum króna á ári, að því er fram kom í máli Vífils. Á stór-höfuðborgarsvæðinu er aflað um 74% af tekjum hins opinbera en þar er 84% af útgjöldunum sem jafngildir að um 40 milljarðar renni árlega frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Vífill sagði að það bæri að hafa þann fyrirvara á að þetta eru vísbendingar, en þó mjög sterkar vísbendingar. Grétar Þ. Eyþórsson frá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri fór yfir hvernig staða mála væri hjá opinberum matvælarannsóknastofnunum á Norðurlöndunum. Í máli hans kom fram að miðstýringin er oftast í höfuðborginni en eftirlitið og rannsóknavinnan staðsett þar sem atvinnugreinarnar séu. Þetta væri umhugsunarefni fyrir Íslendinga þar sem yfir 90% af opinberum störfum í sjávarútvegi séu á höfuðborgarsvæðinu en 90% af fiskveiðikvótanum annars staðar en þar. Halldór R. Gíslason hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) fór yfir skiptingu ríkisstarfa á milli höfuðborgarsvæðisins og Eyjafjarðar. Í máli hans kom fram að um 73,3% starfa á vegum ríkisins eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 62,7% landsmanna búa. 6,8% starfanna eru í Eyjafirði en þar búa 7,4% landsmanna. Munur á fjölda starfa er því ellefufaldur en munur á íbúafjölda um 8,5-faldur sem þýðir að hlutfallslega séu um 27% fleiri ríkisstarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Ef jafna ætti þennan mun þyrfti annað hvort að fækka ríkisstörfum á höfuðborgarsvæðinu um 2.772 eða fjölga í Eyjafirði um 328. Frá árinu 2004 hefur ríkisstarfsmönnum fækkað um níu í Eyjafirði og um 93 á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt úttekt AFE.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira