10 milljarða munur 23. apríl 2005 00:01 Vísbendingar benda til þess að um 10 milljarða króna munur sé á ráðstöfun og öflun skatttekna á Norðausturlandi á hverju ári. Þetta kom fram í máli Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, á ráðstefnu um skiptingu skatttekna sem haldin var á Akureyri í vikunni. Rúmlega 9% af tekjum hins opinbera koma frá Norðausturlandi en þar eru tæplega 7% af útgjöldunum. Munurinn er því tæplega 3%. Útgjöld hins opinbera eru áætluð um 402 milljarðar árið 2004 og því jafngilda þessi 3% sem fara frá Norðausturlandi til höfuðborgarsvæðisins rúmlega 10 milljörðum króna á ári, að því er fram kom í máli Vífils. Á stór-höfuðborgarsvæðinu er aflað um 74% af tekjum hins opinbera en þar er 84% af útgjöldunum sem jafngildir að um 40 milljarðar renni árlega frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Vífill sagði að það bæri að hafa þann fyrirvara á að þetta eru vísbendingar, en þó mjög sterkar vísbendingar. Grétar Þ. Eyþórsson frá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri fór yfir hvernig staða mála væri hjá opinberum matvælarannsóknastofnunum á Norðurlöndunum. Í máli hans kom fram að miðstýringin er oftast í höfuðborginni en eftirlitið og rannsóknavinnan staðsett þar sem atvinnugreinarnar séu. Þetta væri umhugsunarefni fyrir Íslendinga þar sem yfir 90% af opinberum störfum í sjávarútvegi séu á höfuðborgarsvæðinu en 90% af fiskveiðikvótanum annars staðar en þar. Halldór R. Gíslason hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) fór yfir skiptingu ríkisstarfa á milli höfuðborgarsvæðisins og Eyjafjarðar. Í máli hans kom fram að um 73,3% starfa á vegum ríkisins eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 62,7% landsmanna búa. 6,8% starfanna eru í Eyjafirði en þar búa 7,4% landsmanna. Munur á fjölda starfa er því ellefufaldur en munur á íbúafjölda um 8,5-faldur sem þýðir að hlutfallslega séu um 27% fleiri ríkisstarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Ef jafna ætti þennan mun þyrfti annað hvort að fækka ríkisstörfum á höfuðborgarsvæðinu um 2.772 eða fjölga í Eyjafirði um 328. Frá árinu 2004 hefur ríkisstarfsmönnum fækkað um níu í Eyjafirði og um 93 á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt úttekt AFE. Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Vísbendingar benda til þess að um 10 milljarða króna munur sé á ráðstöfun og öflun skatttekna á Norðausturlandi á hverju ári. Þetta kom fram í máli Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, á ráðstefnu um skiptingu skatttekna sem haldin var á Akureyri í vikunni. Rúmlega 9% af tekjum hins opinbera koma frá Norðausturlandi en þar eru tæplega 7% af útgjöldunum. Munurinn er því tæplega 3%. Útgjöld hins opinbera eru áætluð um 402 milljarðar árið 2004 og því jafngilda þessi 3% sem fara frá Norðausturlandi til höfuðborgarsvæðisins rúmlega 10 milljörðum króna á ári, að því er fram kom í máli Vífils. Á stór-höfuðborgarsvæðinu er aflað um 74% af tekjum hins opinbera en þar er 84% af útgjöldunum sem jafngildir að um 40 milljarðar renni árlega frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Vífill sagði að það bæri að hafa þann fyrirvara á að þetta eru vísbendingar, en þó mjög sterkar vísbendingar. Grétar Þ. Eyþórsson frá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri fór yfir hvernig staða mála væri hjá opinberum matvælarannsóknastofnunum á Norðurlöndunum. Í máli hans kom fram að miðstýringin er oftast í höfuðborginni en eftirlitið og rannsóknavinnan staðsett þar sem atvinnugreinarnar séu. Þetta væri umhugsunarefni fyrir Íslendinga þar sem yfir 90% af opinberum störfum í sjávarútvegi séu á höfuðborgarsvæðinu en 90% af fiskveiðikvótanum annars staðar en þar. Halldór R. Gíslason hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) fór yfir skiptingu ríkisstarfa á milli höfuðborgarsvæðisins og Eyjafjarðar. Í máli hans kom fram að um 73,3% starfa á vegum ríkisins eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 62,7% landsmanna búa. 6,8% starfanna eru í Eyjafirði en þar búa 7,4% landsmanna. Munur á fjölda starfa er því ellefufaldur en munur á íbúafjölda um 8,5-faldur sem þýðir að hlutfallslega séu um 27% fleiri ríkisstarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Ef jafna ætti þennan mun þyrfti annað hvort að fækka ríkisstörfum á höfuðborgarsvæðinu um 2.772 eða fjölga í Eyjafirði um 328. Frá árinu 2004 hefur ríkisstarfsmönnum fækkað um níu í Eyjafirði og um 93 á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt úttekt AFE.
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira