Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2025 19:04 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan. Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan.
Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira