Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 19:42 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Rússum sé drullusama um friðarumleitanir Vesturlanda. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira