Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 19:42 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Rússum sé drullusama um friðarumleitanir Vesturlanda. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent