Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 09:33 Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. Vísir/Sigurjón Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. Þetta kom fram í máli Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, á innviðaþingi í morgun. Sagði hann að stefnt væri að því að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir árið 2027 eftir kyrrstöðu undanfarin fimm ár. Líklegt væri að ráðast mætti í nauðsynlegar endurbætur á eldri jarðgöngum strax á næsta ári. Hann nefndi engin ákveðin jarðgöng í ávarpi sínu en á fundi með Seyðfirðingum í vikunni sagði hann loforð úr fyrri samgönguáætlun fallin úr gildi. Ekki væri því víst að Fjarðarheiðargöng yrðu áfram næst í röðinni. „Gerð verður grein fyrir forgangsröðun jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja í samgönguáætlun sem ég mun mæla fyrir á Alþingi á haustþingi,“ sagði ráðherrann. Síðast samþykkti Alþingi samgönguáætlun til fimmtán ára árið 2020. Alþingi frestaði afgreiðslu þingsályktunartillögu um samgönguáætlun í fyrra. Dýrkeypt að vanrækja innviðina Lýsti Eyjólfur vaxandi innviðaskuld á Íslandi, sérstaklega í vegakerfinu sem væri komið til ára sinna á sama tíma og álag á það hafi aukist verulega vegna fjölgunar ferðamanna og aukinna þungaflutninga. Vegagerðin áætli að aðeins 35 prósent burðarlaga og 37 prósent slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Um tuttugu milljarða króna þurfi á ári til þess að stöðva uppsöfnun þessarar skuldar. Fram að þessu hafi árlegt framlag til viðhals verið á bilinu tíu til þrettán milljarðar undanfarin ár. „Það er því dýrkeypt stefna að fjársvelta og vanrækja viðhald á einni stærstu eign þjóðarinnar, því vandinn vex sífellt undir yfirborðinu.Þetta er eins og að hunsa leka í húsþaki. Á endanum ertu ekki bara að fást við einfaldan leka, heldur fúnar sperrur, ónýta einangrun og myglu,“ sagði ráðherrann. Eyjólfur (f.m.) við hlið Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, á innviðaþingi í morgun.Vísir/Ívar Til þess að bregðast við hafi ríkisstjórnin samþykkt í sumar að leggja þrjá milljarða króna aukalega til viðhalds á vegakerfinu sem væri um fjórðungsaukning miðað við meðalframlög síðustu ára. Framkvæmdir hafi þegar skilað betra ástandi vega. Gert væri ráð fyrir frekari sóknarleik í fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Þar væri gert ráð fyrir að framlög til viðhalds vega hækki um 5,5 milljarða króna á hverju ári sem væri 45 prósent aukning frá því sem hefði verið. Sundabraut brú eða göng Þá sagðist Eyjólfur ætla að taka ákvörðun um það hvort að Sundabraut yrði brú eða göng eftir að umhverfismatsskýrsla færi í kynningu fyrir almenningi í september. Markmiðið væri að framkvæmdir hæfust árið 2027 og að brautin yrði opnuð fyrir umferð ekki síðar en árið 2032. Til greina kæmi að Sundabraut yrði fyrsta verkefnið sem svonefnt innviðafélag gæti komið að. Slík félög ættu að opna á möguleikann að því að langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðirnir kæmu að fjármögnun innviðaverkefna. Boðaði Eyjólfur að verkefnastofa myndi leggja fram tillögu um innviðafélag og valkosti um útfærslu á því í febrúar. Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sundabraut Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þetta kom fram í máli Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra, á innviðaþingi í morgun. Sagði hann að stefnt væri að því að hefja nýjar jarðgangaframkvæmdir árið 2027 eftir kyrrstöðu undanfarin fimm ár. Líklegt væri að ráðast mætti í nauðsynlegar endurbætur á eldri jarðgöngum strax á næsta ári. Hann nefndi engin ákveðin jarðgöng í ávarpi sínu en á fundi með Seyðfirðingum í vikunni sagði hann loforð úr fyrri samgönguáætlun fallin úr gildi. Ekki væri því víst að Fjarðarheiðargöng yrðu áfram næst í röðinni. „Gerð verður grein fyrir forgangsröðun jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja í samgönguáætlun sem ég mun mæla fyrir á Alþingi á haustþingi,“ sagði ráðherrann. Síðast samþykkti Alþingi samgönguáætlun til fimmtán ára árið 2020. Alþingi frestaði afgreiðslu þingsályktunartillögu um samgönguáætlun í fyrra. Dýrkeypt að vanrækja innviðina Lýsti Eyjólfur vaxandi innviðaskuld á Íslandi, sérstaklega í vegakerfinu sem væri komið til ára sinna á sama tíma og álag á það hafi aukist verulega vegna fjölgunar ferðamanna og aukinna þungaflutninga. Vegagerðin áætli að aðeins 35 prósent burðarlaga og 37 prósent slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Um tuttugu milljarða króna þurfi á ári til þess að stöðva uppsöfnun þessarar skuldar. Fram að þessu hafi árlegt framlag til viðhals verið á bilinu tíu til þrettán milljarðar undanfarin ár. „Það er því dýrkeypt stefna að fjársvelta og vanrækja viðhald á einni stærstu eign þjóðarinnar, því vandinn vex sífellt undir yfirborðinu.Þetta er eins og að hunsa leka í húsþaki. Á endanum ertu ekki bara að fást við einfaldan leka, heldur fúnar sperrur, ónýta einangrun og myglu,“ sagði ráðherrann. Eyjólfur (f.m.) við hlið Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, á innviðaþingi í morgun.Vísir/Ívar Til þess að bregðast við hafi ríkisstjórnin samþykkt í sumar að leggja þrjá milljarða króna aukalega til viðhalds á vegakerfinu sem væri um fjórðungsaukning miðað við meðalframlög síðustu ára. Framkvæmdir hafi þegar skilað betra ástandi vega. Gert væri ráð fyrir frekari sóknarleik í fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030. Þar væri gert ráð fyrir að framlög til viðhalds vega hækki um 5,5 milljarða króna á hverju ári sem væri 45 prósent aukning frá því sem hefði verið. Sundabraut brú eða göng Þá sagðist Eyjólfur ætla að taka ákvörðun um það hvort að Sundabraut yrði brú eða göng eftir að umhverfismatsskýrsla færi í kynningu fyrir almenningi í september. Markmiðið væri að framkvæmdir hæfust árið 2027 og að brautin yrði opnuð fyrir umferð ekki síðar en árið 2032. Til greina kæmi að Sundabraut yrði fyrsta verkefnið sem svonefnt innviðafélag gæti komið að. Slík félög ættu að opna á möguleikann að því að langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðirnir kæmu að fjármögnun innviðaverkefna. Boðaði Eyjólfur að verkefnastofa myndi leggja fram tillögu um innviðafélag og valkosti um útfærslu á því í febrúar.
Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sundabraut Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira