Erlent

Ólga í Mjanmar

Mikill viðbúnaður er í Mjanmar eftir að ellefu manns biðu bana og 162 særðust í þremur sprengjutilræðum á laugardaginn. Sprengingarnar urðu á fjölförnum stöðum, í verslunarkjörnum og ráðstefnumiðstöð. Herforingjastjórnin í landinu kenndi skæruliðahópum stjórnarandstæðinga um tilræðin. Þeir hafa aftur alfarið neitað aðild að ódæðunum og segja að herforingjatjórnin sjálf hafi staðið fyrir þeim. Mjanmar, sem áður kallaðist Burma, hefur verið undir stjórn hersins í rúmlega fjörtíu ár og er ekki útlit fyrir lýðræðisumbætur í landinu í bráð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×