Skiptar skoðanir 2. febrúar 2005 00:01 Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri einstaklega erfitt að að púsla saman góðri vörn hjá liðinu þar sem það væri einfaldlega verulegur skortur á góðum íslenskum varnarmönnum í dag. Viggó lét lið sitt spila ýmis afbrigði af varnarleik í Túnis; best gafst 5-1 vörnin með annaðhvort Arnór Atlason eða Alexander Peterson sem fremsta mann, en allir geta verið sammála um að 3-2-1 vörnin, sem Viggó hefur látið lið sín spila í gegnum tíðina, var skelfileg og gekk engan vegin upp á mótinu. Viggó hefur sagt að hann hafi ekki mannskap til að leika hina flötu 6-0 vörn sem íslenska liðið hefur venjulega spilað í gegnum tíðina og því kjósi hann að notast ekki við það varnarafbrigði. Skiptar skoðanir eru á hvernig menn vilja sjá varnarlínu íslenska liðsins og fékk Fréttablaðið þrjá kunna þjálfara til að stilla upp varnarlínunni eins og þeir vilja sjá hana. Þetta eru þeir Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, Árni Stefánsson, þjálfari HK og Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Allir hafa þeir mismunandi sýn á hvernig varnartaktík myndi henta liðinu best og vilja allir sjá ákveðnar mannabreytingar í vörn liðsins. Gengið var útfrá því að þeim stæði allir heilir leikmenn til boða, auk þess sem Jalesky Garcia var gjaldgengur, þar sem ekki eru allir á einu máli um hvernig tekið var á því máli áður en keppnin hófst. Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri einstaklega erfitt að að púsla saman góðri vörn hjá liðinu þar sem það væri einfaldlega verulegur skortur á góðum íslenskum varnarmönnum í dag. Viggó lét lið sitt spila ýmis afbrigði af varnarleik í Túnis; best gafst 5-1 vörnin með annaðhvort Arnór Atlason eða Alexander Peterson sem fremsta mann, en allir geta verið sammála um að 3-2-1 vörnin, sem Viggó hefur látið lið sín spila í gegnum tíðina, var skelfileg og gekk engan vegin upp á mótinu. Viggó hefur sagt að hann hafi ekki mannskap til að leika hina flötu 6-0 vörn sem íslenska liðið hefur venjulega spilað í gegnum tíðina og því kjósi hann að notast ekki við það varnarafbrigði. Skiptar skoðanir eru á hvernig menn vilja sjá varnarlínu íslenska liðsins og fékk Fréttablaðið þrjá kunna þjálfara til að stilla upp varnarlínunni eins og þeir vilja sjá hana. Þetta eru þeir Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, Árni Stefánsson, þjálfari HK og Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Allir hafa þeir mismunandi sýn á hvernig varnartaktík myndi henta liðinu best og vilja allir sjá ákveðnar mannabreytingar í vörn liðsins. Gengið var útfrá því að þeim stæði allir heilir leikmenn til boða, auk þess sem Jalesky Garcia var gjaldgengur, þar sem ekki eru allir á einu máli um hvernig tekið var á því máli áður en keppnin hófst.
Íslenski handboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira