Erlent

Nýir ríkisarfar væntanlegir

Danska konungsfjölskyldan tilkynnti í gær að María krónprinsessa, eiginkona Friðriks prins ríkisarfa, væri ófrísk og ætti von á barni í lok október. Norska konungsfjölskyldan vildi ekki vera eftirbátar granna sinna í Danmörku og tilkynnti snarlega að Hákon krónprins og Mette-Marit krónprinsessa ættu von á öðru barni sínu í desember. Fyrsta barn þeirra hjóna og ríkisarfi í Noregi er Ingiríður Alexandra prinsessa, sem fæddist í janúar í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×