Hagar seglum eftir vindi 26. janúar 2005 00:01 "Á vélbát tekur maður ákveðna stefnu og keyrir bara þangað en á skútu er það allt öðruvísi því ferðin fer alveg eftir vindinum, og maður hagar seglum eftir vindi," segir Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, sem kennir nemendum sínum skútusiglingar á sumrin en býður upp á bóklega kennslu á veturna. "Maður byrjar á smáskipaprófi eða pungaprófi eins og það er kalllað, næst bætir maður við sig siglingum og þá getur maður siglt með ströndinni eða ekki lengra en 50 sjómílur frá landi," segir Benedikt, en því næst er hægt að bæta við sig hafssiglingum sem þýðir 150 sjómílur frá landi. "Að lokum eru það úthafssiglingar, og þá er það bara alla leiðina yfir hafið," segir Benedikt en við úthafssiglingar þarf fólk að geta bjargað sér við hvaða aðstæður sem er. Meðal efnis sem kennt er fyrir úthafssiglingar eru veðurfræði og stjarnveðurfræði auk þess sem Benedikt kennir fóki að nota sextant. "Í úthafssiglingum verður maður að læra að sigla eftir stjörnunum, því þó að maður sé með góð tæki getur allt klikkað," segir Benedikt en allt námsefnið miðar hann við staðal breska siglingasambandsins og öðlast því nemendur rétt til siglinga um allan heim. "Nú er einnig komið til sögunnar í Evrópu alþjóðaskírteini fyrir strandsiglingar sem við hjá Siglingaskólanum getum gefið út eftir að fólk hefur sótt tiltekin námskeið og staðist þau," segir Benedikt en þannig getur fólk sem sækir Siglingaskólann farið nánast hvert á land sem er og siglt þaðan um ókunnar strendur. Nám Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Á vélbát tekur maður ákveðna stefnu og keyrir bara þangað en á skútu er það allt öðruvísi því ferðin fer alveg eftir vindinum, og maður hagar seglum eftir vindi," segir Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, sem kennir nemendum sínum skútusiglingar á sumrin en býður upp á bóklega kennslu á veturna. "Maður byrjar á smáskipaprófi eða pungaprófi eins og það er kalllað, næst bætir maður við sig siglingum og þá getur maður siglt með ströndinni eða ekki lengra en 50 sjómílur frá landi," segir Benedikt, en því næst er hægt að bæta við sig hafssiglingum sem þýðir 150 sjómílur frá landi. "Að lokum eru það úthafssiglingar, og þá er það bara alla leiðina yfir hafið," segir Benedikt en við úthafssiglingar þarf fólk að geta bjargað sér við hvaða aðstæður sem er. Meðal efnis sem kennt er fyrir úthafssiglingar eru veðurfræði og stjarnveðurfræði auk þess sem Benedikt kennir fóki að nota sextant. "Í úthafssiglingum verður maður að læra að sigla eftir stjörnunum, því þó að maður sé með góð tæki getur allt klikkað," segir Benedikt en allt námsefnið miðar hann við staðal breska siglingasambandsins og öðlast því nemendur rétt til siglinga um allan heim. "Nú er einnig komið til sögunnar í Evrópu alþjóðaskírteini fyrir strandsiglingar sem við hjá Siglingaskólanum getum gefið út eftir að fólk hefur sótt tiltekin námskeið og staðist þau," segir Benedikt en þannig getur fólk sem sækir Siglingaskólann farið nánast hvert á land sem er og siglt þaðan um ókunnar strendur.
Nám Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“