Erlent

Stakk þrjá menn á lestarstöð

Maður vopnaður hnífi gekk berserksgang á neðanjarðarlestarstöð í Stokkhólmi í gærkvöld og stakk þrjá menn. Einn þeirra er illa særður. Vitni segja að þær fimmtán mínútur sem liðu áður en lögregla náði að handsama manninn hafi verið líkastar martröð. Ekki er ár liðið síðan sami maður stakk fólk á annarri lestarstöð í borginni. Lögreglan segir óskiljanlegt að hann skuli ekki vistaður á stofnun en hann var á reynslulausn úr fangelsi. Fyrir aðeins fjórum dögum réðst eiturlyfjasjúklingur vopnaður skærum að þremur mönnum í Gautaborg og særði þá alvarlega. Sá hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×