Erlent

Sættir innan Fatah-flokksins?

Abbas fundar með samflokksmönnum sínum í gær.
Abbas fundar með samflokksmönnum sínum í gær. MYND/AP

Sættir virðast hafa náðst innan Fatah-flokksins í Palestínu. Einn armur hans hótaði á dögunum að kljúfa sig úr flokknum.

Stuðningsmenn Fatah-flokksins í Palestínu mótmæltu í því í gærkvöldi að sumir eldri áhrifamenn innan flokksins, sem flestir eru fyrrverandi hermenn, sem og armur ungra fatah-meðlima, hafi hótað að kljúfa flokkinn og stofna til nýs framboðs fyrir fyrirhugaðar þingkosningar. Deilurnar innan Fatah hafa ollið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna, talsverðum vanda sem hefur reynt hvað hann getur til að sameina fylkingar innan flokksins fyrir kosningarnar. Á blaðamannafundi sem boðað var til skömmu fyrir hádegi tilkynnti Mohammed Dahlan, einn forvígismanna hins hugsanlega klofningsframboðs, að hætt hafi verið við öll slík plön, eða rétt áður en Abbas kynnti framboðslista flokksins. Að svo stöddu er því allt útlit fyrir að Fatah-flokkurinn muni bjóða fram sem sameinuð heild í kosningunum sem haldnar verða þann 25. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×