Mary Poppins taska og sjöl 23. mars 2005 00:01 "Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum." Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
"Ég verð eiginlega að nefna þrjá hluti sem eru alveg ómissandi hjá mér. Í fyrsta lagi er það hliðartaska sem ég keypti á markaði í norðausturhluta London. Þetta er taska sem hermenn notuðu sem vatnsbrúsa. Þetta er alvöru hermannataska. Ég kaupi mér fullt af töskum en ég nota eiginlega bara þessa. Þetta er algjör tuðra en ég get geymt allt í henni -- allt frá fiskabúri og upp í snyrtivörur. Algjör Mary Poppins taska," segir Gunna Dís og hlær. "Í öðru lagi er það brúnn leðurjakki sem kærastinn minn keypti handa mér í Spútnik og er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Síðan fer ég aldrei út úr húsi nema vera með sjal um hálsinn. Ég á fullt af sjölum í geggjuðum litum og er oft með gul eða bleik sjöl til að poppa útlitið svolítið upp. Ég á eitt flíssjal sem tengdamamma gaf mér sem ég held mikið upp á og svo hefur mamma líka gert handa mér sjöl. Þetta eru þykk sjöl sem ég er alltaf með því ég er frekar kulsækin," segir Gunna Dís sem viðurkennir fúslega áhuga sinn á fatakaupum. "Ég er algjört fatafrík en ég klæðist bara þægilegum fötum -- víðum og kósí fötum sem ég get þess vegna lagt mig í. En svo er ég líka frekar brjáluð í skó- og fylgihlutakaupum."
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira