Erlent

Fóru naktar að heimili forsetans

Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konurnar hlaupa um naktar í mótmælaskyni án þess að fá kröfur sínar uppfylltar. Kannski er því um að kenna að ráðamenn kunni vel við slíkar mótmælaaðgerðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×