Lífið

Þjóðhátíð í Reykjavík hafin

Þjóðhátíð í Reykjavík hófst þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar klukkan tíu í morgun. Þegar klukkuna vantar tuttugu mínútur í ellefu hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi flytja ávörp. Forseti Íslands leggur blómsveig að minnisvarða um Jón Sigurðsson og fjallkonan flytur ávarp. Þá verður kórsöngur og lúðrasveit leikur. Þegar klukkan er tuttugu mínútur gengin í tólf er guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Klukkan eitt verða skátar með leiktæki í hljómskálagarðinum. Í Hallargarðinum verður sumargrín ÍTR, spákonur, glíma, skylmingar og fimleikar. Þá verður akstur fornbíla og sýning á Miðbakka. Klukkan eitt hefjast einnig tónleikar á Austurvelli í boði Nasa þar sem fjöldi hljómsveita kemur fram. Skrúðganga leggur af stað frá Hlemmi þegar klukkuna vantar tuttugu mínútur í tvö. Hún gengur niður Laugaveg að Ingólfstorgi. Þegar klukkuna vantar korter í tvö leggur önnur skrúðganga af stað frá Hagatorgi. Hún fer sem leið liggur niður í Hljómskálagarð. Klukkan tvö hefst svo barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli og stendur hún til sex. Þar verður Selma Björnsdóttir og Gunni og Felix, Skoppa og Skrítla, Hans klaufi og margir fleiri. Þá eru ýmsar aðrar uppákomur fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur í allan dag og kvöld. Hægt er að sjá tímasetta dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík á slóðinni https://www.visir.is/?PageID=796





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.