Lífið

Lagarfljót í máli og myndum

Lagarfljótsormurinn var léttur á bárunni þegar bók um hans miklu móður var kynnt í gær. Bókin er afrakstur margra ára vinnu Helga Hallgrímssonar, náttúrufræðings á Egilsstöðum. Alvöru Lagarfljótsormurinn hefur örugglega verið í essinu sínu þegar nafni hans sigldi fullur af fólki um móðuna miklu, í gær, meðan móðir hans var kynnt og prísuð í tilefni af útkomu bókarinnar Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands. Það var Eggert Ólafsson sem það sagði um Lagarfljót. Ekki er víst að allir séu sammála um það í dag, en ekkert fljót er þó viðlíka djúpt og breitt, enda það eina á Íslandi sem notað hefur verið til siglinga. En í bókinni eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing, er á fjögurhundruð og sextán myndskreyttum blaðsíðum safnað tiltækri þekkingu um náttúrufar lagarfljóts. Rakin er saga veiðimála, samgöngusaga og virkjunarsaga og auðvitað er svo kafli um orminn, og aðrar furður sem tengjast fljótinu. Helgi Hallgrímsson var að vonu ánægður með útkomu bókarinnar, en harmaði það að Lagarfljót hafi verið alltof lítið rannsakað og nú sé það of seint. Fljótið muni gjörbreytast þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið og öllu vatni úr Jökulsá á dal verður steypt í það.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.