Innlent

Fíkniefni á tónleikum

Sjö fíkniefnamál komu upp á tónleikum rapparans Snoop Dogg í Egilshöll í gærkvöldi. Þar hafði lögregla mikið eftirlit og hafði meðal annars að láni fíkniefnahund frá tollgæslunni. Hann vísaði á nokkra þeirra tónleikagesta, sem brotlegilr reyndust við frekari athugun. Málin teljast öll minniháttar og þau efni sem fundust, eru öll talin hafa verið til eigin neyslu. Flestum málunum lauk með því að viðkomandi var sleppt eftir frumrannsókn á vettvangi. Sjálfur listamaðurinn mætti klukkustund of seint, en tónleikarnir þóttu takast vel, eftir að hann mætti loksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×