Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 11:08 Vigdís segir ábyrgð yfirmanna mikla þegar kemur að því að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Bylgjan Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við. Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til. Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira
Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til.
Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira