Erlent

Eiga mjög öflug kjarnorkuvopn

MYND/Reuters
Norður-Kórea á kjarnorkuvopn, nógu öflug til að verjast Bandaríkjunum. Þetta hefur bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fengið staðfest en fréttamenn stöðvarinnar hafa fengið leyfi til að fara til landsins og hyggjast senda þaðan fréttaskýringaröð næstu vikuna. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem bandarísk sjónvarpsstöð fær heimild til að hafa mannskap í Norður-Kóreu. Fréttamennirnir eru þó ekki alveg frjálsir en fulltrúar norðurkóreskra stjórnvalda eru í fylgd með fréttamönnunum. Þeir hafa þó ekki hindrað fréttaöflun þeirra að neinu leyti til þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×