Erlent

Öflugur skjálfti á Súmötru

Snarpur jarðskjálfti skók eyjuna Súmötru í Indónesíu snemma í morgun og olli hann töluverðri skelfingu meðal íbúa eyjarinnar. Skjálftinn mældist 6,9 á Richter á átti upptök sín 50 kílómetra norðvestur af borginni Padang á vesturhluta eyjarinnar. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en hræddir íbúar víða á eyjunni flýðu upp á hálendi minnugir fljóðbylgjunnar annan dag jóla í fyrra sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Indónesíu. Að sögn Veðurstofu Indónesíu í Djakarta er engin hætta talin á slíku. Skjálftans varð meðal annars vart á Nias-eyju sem varð mjög illa úti í öflugum skjálfta í lok mars, en þar létust hundruð manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×