Lífið

Vilhjálmur útskrifast úr háskóla

Vilhjálmur Bretaprins útskrifaðist með meistarapróf í landafræði frá St. Andrews háskólanum með ágætiseinkunn í gær. Hann er 23 ára og annar í röðinni á efttir Karli föður sínum til að erfa bresku krúnuna. Margir úr bresku konungsfjölskyldunni mættu í útskriftarathöfnina til að fagna með honum. Talið var að Elísabet drottning gæti ekki verið viðstödd útskriftina vegna heiftarlegs kvefs en þegar ljóst var að hún sæi sér fært að mæta sagði Vilhjálmur það afar ánægjulegt að amma sín gæti deilt með honum deginum þrátt fyrir veikindin. Prinsinn áformar að starfa fyrir breska herinn í framtíðinni en í sumar ætlar hann að öðlast reynslu í fjármálahverfi Lundúnaborgar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.