Bölvun á íslenska landsliðinu 6. september 2005 00:01 Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur." Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira
Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur."
Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira