Stingur af í tilefni dagsins 8. ágúst 2005 00:01 "Ég ætla bara að stinga af í dag og veit ekki einu sinni hvert," segir Eiríkur Smith Finnbogason listmálari, sem er áttræður í dag. "Ég ætla annars ekki að gera neitt í tilefni dagsins," bætir hann við. "Ég þekki svo marga að það væri alveg ómögulegt að fara að bjóða öllum heim." Þó Eiríkur sé að jafnaði ekki mikið afmælisbarn segist hann fagna því að vera enn við góða heilsu og hafa í nógu að snúast. "Ég er að fara að opna sýningu í Hafnarborg í haust og það fer heilmikill tími í að undirbúa hana, sem er ágætt." Hann nýtur þess að vera með vinnustofu á heimili sínu í Hafnarfirði og þarf ekki að fara langt til vinnu. Ég velti mér bara úr rúminu og þá er ég kominn," segir hann og hlær. Eiríkur stundar líka golf af kappi til að halda sér við. "Ég dúlla mér í því og er heppinn með það að það eru golfvellir hér um allar trissur." Þó að árin færist yfir segir Eiríkur það aldrei hafa komið til greina að leggja pensilinn á hilluna. "Þetta er vani, eða árátta jafnvel. Maður fæddist svona og þetta fylgir manni þar til yfir lýkur." Eiríkur minnist þess að sem drengur hafi hann alltaf verið áhugasamur um allt sem viðkom myndum. "Ég man að ég suðaði í körlum sem reyktu Commando-sígarettur; það voru svo fínar skúffur í pökkunum og stundum fékk ég að teikna skip og báta á þær," rifjar hann upp. Eiríkur fór á sínum tíma í Myndlistar- og handíðaskólann í Reykjavík, þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar og að lokum til Parísar. "Þetta var hefðbundna leiðin fyrir okkur sem höfðum áhuga á myndlist og við þurftum að leggja gífurlega mikið á okkur til að læra og finna leið til að halda áfram til að stunda list okkar. En þetta er árátta; ef maður fæðist með listina í sér stöðvar það ekkert nema veikindi eða eitthvað þaðan af verra." Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
"Ég ætla bara að stinga af í dag og veit ekki einu sinni hvert," segir Eiríkur Smith Finnbogason listmálari, sem er áttræður í dag. "Ég ætla annars ekki að gera neitt í tilefni dagsins," bætir hann við. "Ég þekki svo marga að það væri alveg ómögulegt að fara að bjóða öllum heim." Þó Eiríkur sé að jafnaði ekki mikið afmælisbarn segist hann fagna því að vera enn við góða heilsu og hafa í nógu að snúast. "Ég er að fara að opna sýningu í Hafnarborg í haust og það fer heilmikill tími í að undirbúa hana, sem er ágætt." Hann nýtur þess að vera með vinnustofu á heimili sínu í Hafnarfirði og þarf ekki að fara langt til vinnu. Ég velti mér bara úr rúminu og þá er ég kominn," segir hann og hlær. Eiríkur stundar líka golf af kappi til að halda sér við. "Ég dúlla mér í því og er heppinn með það að það eru golfvellir hér um allar trissur." Þó að árin færist yfir segir Eiríkur það aldrei hafa komið til greina að leggja pensilinn á hilluna. "Þetta er vani, eða árátta jafnvel. Maður fæddist svona og þetta fylgir manni þar til yfir lýkur." Eiríkur minnist þess að sem drengur hafi hann alltaf verið áhugasamur um allt sem viðkom myndum. "Ég man að ég suðaði í körlum sem reyktu Commando-sígarettur; það voru svo fínar skúffur í pökkunum og stundum fékk ég að teikna skip og báta á þær," rifjar hann upp. Eiríkur fór á sínum tíma í Myndlistar- og handíðaskólann í Reykjavík, þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar og að lokum til Parísar. "Þetta var hefðbundna leiðin fyrir okkur sem höfðum áhuga á myndlist og við þurftum að leggja gífurlega mikið á okkur til að læra og finna leið til að halda áfram til að stunda list okkar. En þetta er árátta; ef maður fæðist með listina í sér stöðvar það ekkert nema veikindi eða eitthvað þaðan af verra."
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira