Starfið gefandi og skemmtilegt 8. febrúar 2005 00:01 "Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is Nám Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is
Nám Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira