Er gott efni í vinnualka 29. mars 2005 00:01 Það eru frímínútur hjá Helgu Luciu þegar Fréttablaðið hittir hana í setustofu Öskju í Vatnsmýrinni til að forvitnast um námið hennar og framtíðina. "Ég ætlaði mér alltaf í íslensku en svo var ég að vinna á Jökulsárlóni í fyrrasumar og þar kviknaði jarðfræðiáhuginn. Ég byrjaði því síðastliðið haust í íslensku og jarðfræði. Draumur minn er að verða kennari og ég taldi að með þessari blöndu hefði ég dálítið víðtækt svið. Svo var jarðfræðin ekki eins og ég bjóst við og eiginlega ekki íslenskan heldur svo þetta varð frekar vandræðalegt," segir hún og bætir við. "En þá fann ég jarðeðlisfræðina og líkar vel í henni." Þar sem Helga Lucia hóf jarðeðlisfræðinámið um áramót missti hún af byrjunarnámskeiðunum en tekur þau bara næsta haust. Hún reiknar með að útskrifast eftir fjögur ár með 90 einingar í jarðeðlisfræði og 30 einingar í íslensku. Síðan ætlar hún að taka kennsluréttindi. "Það tekur bara eitt ár," segir hún brosandi. Kveðst hafa kynnst kennslu í fyrravetur í Hornafirði og þótt það rosalega gaman. Þar var hún í afleysingum, fyrst sem umsjónarkennari 3. bekkjar í Nesjaskóla og síðan í Heppuskóla að kenna íslensku í 8. bekk og stærðfræði í 9. bekk. Það vefst aðeins fyrir Helgu Luciu hvort raungreinar eða tungumál eigi betur við hana og við eftirgrennslan kemur í ljós að á stúdentsprófi frá Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu útskrifaðist hún bæði af náttúrufræðibraut og málabraut og hreppti verðlaun í fjórum greinum. Með háskólanáminu vinnur hún svo í Krónunni um helgar og þrjú til fjögur kvöld í viku. Hvernig fer hún að þessu? "Eina ráðið er að skipuleggja sig," segir hún hress. "Ég er áreiðanlega mjög gott efni í vinnualka því ég verð alltaf að hafa mikið fyrir stafni." Nám Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það eru frímínútur hjá Helgu Luciu þegar Fréttablaðið hittir hana í setustofu Öskju í Vatnsmýrinni til að forvitnast um námið hennar og framtíðina. "Ég ætlaði mér alltaf í íslensku en svo var ég að vinna á Jökulsárlóni í fyrrasumar og þar kviknaði jarðfræðiáhuginn. Ég byrjaði því síðastliðið haust í íslensku og jarðfræði. Draumur minn er að verða kennari og ég taldi að með þessari blöndu hefði ég dálítið víðtækt svið. Svo var jarðfræðin ekki eins og ég bjóst við og eiginlega ekki íslenskan heldur svo þetta varð frekar vandræðalegt," segir hún og bætir við. "En þá fann ég jarðeðlisfræðina og líkar vel í henni." Þar sem Helga Lucia hóf jarðeðlisfræðinámið um áramót missti hún af byrjunarnámskeiðunum en tekur þau bara næsta haust. Hún reiknar með að útskrifast eftir fjögur ár með 90 einingar í jarðeðlisfræði og 30 einingar í íslensku. Síðan ætlar hún að taka kennsluréttindi. "Það tekur bara eitt ár," segir hún brosandi. Kveðst hafa kynnst kennslu í fyrravetur í Hornafirði og þótt það rosalega gaman. Þar var hún í afleysingum, fyrst sem umsjónarkennari 3. bekkjar í Nesjaskóla og síðan í Heppuskóla að kenna íslensku í 8. bekk og stærðfræði í 9. bekk. Það vefst aðeins fyrir Helgu Luciu hvort raungreinar eða tungumál eigi betur við hana og við eftirgrennslan kemur í ljós að á stúdentsprófi frá Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu útskrifaðist hún bæði af náttúrufræðibraut og málabraut og hreppti verðlaun í fjórum greinum. Með háskólanáminu vinnur hún svo í Krónunni um helgar og þrjú til fjögur kvöld í viku. Hvernig fer hún að þessu? "Eina ráðið er að skipuleggja sig," segir hún hress. "Ég er áreiðanlega mjög gott efni í vinnualka því ég verð alltaf að hafa mikið fyrir stafni."
Nám Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira