Er gott efni í vinnualka 29. mars 2005 00:01 Það eru frímínútur hjá Helgu Luciu þegar Fréttablaðið hittir hana í setustofu Öskju í Vatnsmýrinni til að forvitnast um námið hennar og framtíðina. "Ég ætlaði mér alltaf í íslensku en svo var ég að vinna á Jökulsárlóni í fyrrasumar og þar kviknaði jarðfræðiáhuginn. Ég byrjaði því síðastliðið haust í íslensku og jarðfræði. Draumur minn er að verða kennari og ég taldi að með þessari blöndu hefði ég dálítið víðtækt svið. Svo var jarðfræðin ekki eins og ég bjóst við og eiginlega ekki íslenskan heldur svo þetta varð frekar vandræðalegt," segir hún og bætir við. "En þá fann ég jarðeðlisfræðina og líkar vel í henni." Þar sem Helga Lucia hóf jarðeðlisfræðinámið um áramót missti hún af byrjunarnámskeiðunum en tekur þau bara næsta haust. Hún reiknar með að útskrifast eftir fjögur ár með 90 einingar í jarðeðlisfræði og 30 einingar í íslensku. Síðan ætlar hún að taka kennsluréttindi. "Það tekur bara eitt ár," segir hún brosandi. Kveðst hafa kynnst kennslu í fyrravetur í Hornafirði og þótt það rosalega gaman. Þar var hún í afleysingum, fyrst sem umsjónarkennari 3. bekkjar í Nesjaskóla og síðan í Heppuskóla að kenna íslensku í 8. bekk og stærðfræði í 9. bekk. Það vefst aðeins fyrir Helgu Luciu hvort raungreinar eða tungumál eigi betur við hana og við eftirgrennslan kemur í ljós að á stúdentsprófi frá Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu útskrifaðist hún bæði af náttúrufræðibraut og málabraut og hreppti verðlaun í fjórum greinum. Með háskólanáminu vinnur hún svo í Krónunni um helgar og þrjú til fjögur kvöld í viku. Hvernig fer hún að þessu? "Eina ráðið er að skipuleggja sig," segir hún hress. "Ég er áreiðanlega mjög gott efni í vinnualka því ég verð alltaf að hafa mikið fyrir stafni." Nám Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það eru frímínútur hjá Helgu Luciu þegar Fréttablaðið hittir hana í setustofu Öskju í Vatnsmýrinni til að forvitnast um námið hennar og framtíðina. "Ég ætlaði mér alltaf í íslensku en svo var ég að vinna á Jökulsárlóni í fyrrasumar og þar kviknaði jarðfræðiáhuginn. Ég byrjaði því síðastliðið haust í íslensku og jarðfræði. Draumur minn er að verða kennari og ég taldi að með þessari blöndu hefði ég dálítið víðtækt svið. Svo var jarðfræðin ekki eins og ég bjóst við og eiginlega ekki íslenskan heldur svo þetta varð frekar vandræðalegt," segir hún og bætir við. "En þá fann ég jarðeðlisfræðina og líkar vel í henni." Þar sem Helga Lucia hóf jarðeðlisfræðinámið um áramót missti hún af byrjunarnámskeiðunum en tekur þau bara næsta haust. Hún reiknar með að útskrifast eftir fjögur ár með 90 einingar í jarðeðlisfræði og 30 einingar í íslensku. Síðan ætlar hún að taka kennsluréttindi. "Það tekur bara eitt ár," segir hún brosandi. Kveðst hafa kynnst kennslu í fyrravetur í Hornafirði og þótt það rosalega gaman. Þar var hún í afleysingum, fyrst sem umsjónarkennari 3. bekkjar í Nesjaskóla og síðan í Heppuskóla að kenna íslensku í 8. bekk og stærðfræði í 9. bekk. Það vefst aðeins fyrir Helgu Luciu hvort raungreinar eða tungumál eigi betur við hana og við eftirgrennslan kemur í ljós að á stúdentsprófi frá Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu útskrifaðist hún bæði af náttúrufræðibraut og málabraut og hreppti verðlaun í fjórum greinum. Með háskólanáminu vinnur hún svo í Krónunni um helgar og þrjú til fjögur kvöld í viku. Hvernig fer hún að þessu? "Eina ráðið er að skipuleggja sig," segir hún hress. "Ég er áreiðanlega mjög gott efni í vinnualka því ég verð alltaf að hafa mikið fyrir stafni."
Nám Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira