Erlent

Á víkingaskipi úr íspinnaprikum

Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman. McDonald, sem er fyrrverandi áhættuleikari í Hollywood, hyggst halda í jómfrúrsiglingu á morgun frá Amsterdam ásamt 25 manna áhöfn og reyna bátinn undan ströndum Hollands. Ef vel tekst til er svo stefnan að sigla til Bandaríkjanna á næsta ári. Engum sögum fer af því hvaða nafn skipið hefur fengið en í ljósi hráefnisins sem notað var í það hljómar nafnið Ís-lendingur alls ekki svo illa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×