Erlent

Áfram verði unnið að sáttum

Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. Tígrarnir hafa neitað því að hafa ráðið ráðherrann af dögum, en þeir hófu baráttu fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla árið 1983 á þeim forsendum að Shinhalar, sem eru í meirihluta á Srí Lanka, beittu þá ofríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×