Mæta sænsku meisturunum í dag 12. september 2005 00:01 Valsstúlkur mæta í dag sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö í fyrsta leik sínum í 2. umferð í evrópukeppni félagsliða en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Sænska liðið er fyrirfram talið það sterkasta í riðlinum og státar auk þess af því að vera á heimavelli í öllum leikjum sínum. Með Val og Djurgården/Älvsjö í riðlinum eru lið ZFK Masinac-Classic Nis frá Serbíu/Svartfjallalandi og Alma KTZH frá Kasakstan en fyrri leikur dagsins er einmitt á milli þessarra tveggja liða. Líkt og hjá Valssliðinu hefur sænsku meisturunum ekki gengið nægilega vel á heimavígstöðunum þar sem liðið er nú í 3. sæti á eftir fyrrum evrópumeisturum í Umeå og Ásthildi Helgadóttur og félögum hennar í Malmö. Valsstúlkur mæta serbneska liðinu á fimmtudaginn og lokaleikurinn er síðan á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið kemst í 2. umferð keppninnar, en í raun er um 16-liða úrslit að ræða, þar sem keppt er í fjórum fjögurra liða riðlum og efstu tvö lið hvers riðils um sig komast áfram í 8-liða úrslit. Valur vann alla leikina í sínum riðli í 1. umferð með markatölunni 14-3 vann þá norsku meistarana 4-1 og þá finnsku 2-1 auk þess að bursta eistneska liðið Parnu, 8-1, í lokaleiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð, skoraði fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjunum en hvíldi síðan í lokaleiknum. Margrét Lára hefur skorað 28 mörk í 18 deildar, bikar og evrópuleikjum á tímabilinu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sjá meira
Valsstúlkur mæta í dag sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö í fyrsta leik sínum í 2. umferð í evrópukeppni félagsliða en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Sænska liðið er fyrirfram talið það sterkasta í riðlinum og státar auk þess af því að vera á heimavelli í öllum leikjum sínum. Með Val og Djurgården/Älvsjö í riðlinum eru lið ZFK Masinac-Classic Nis frá Serbíu/Svartfjallalandi og Alma KTZH frá Kasakstan en fyrri leikur dagsins er einmitt á milli þessarra tveggja liða. Líkt og hjá Valssliðinu hefur sænsku meisturunum ekki gengið nægilega vel á heimavígstöðunum þar sem liðið er nú í 3. sæti á eftir fyrrum evrópumeisturum í Umeå og Ásthildi Helgadóttur og félögum hennar í Malmö. Valsstúlkur mæta serbneska liðinu á fimmtudaginn og lokaleikurinn er síðan á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið kemst í 2. umferð keppninnar, en í raun er um 16-liða úrslit að ræða, þar sem keppt er í fjórum fjögurra liða riðlum og efstu tvö lið hvers riðils um sig komast áfram í 8-liða úrslit. Valur vann alla leikina í sínum riðli í 1. umferð með markatölunni 14-3 vann þá norsku meistarana 4-1 og þá finnsku 2-1 auk þess að bursta eistneska liðið Parnu, 8-1, í lokaleiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð, skoraði fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjunum en hvíldi síðan í lokaleiknum. Margrét Lára hefur skorað 28 mörk í 18 deildar, bikar og evrópuleikjum á tímabilinu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sjá meira